Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. október 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Gætu misst af landsleikjum vegna Pepsi Max-deildarinnar
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson leikmaður Breiðabliks og U21.
Róbert Orri Þorkelsson leikmaður Breiðabliks og U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikjaplan fyrir lokasprettinn í Pepsi Max-deildinni var gefið út í gær. Hlé verður gert á deildinni í frá 8-22. nóvember vegna landsleikja að undanskildum frestuðum leik Stjörnunnar og KR sem verður spilaður 16. nóvember.

A-landslið Íslands á þrjá leiki í nóvember og U21 landsliðið einnig. A-landsliðið mætir Ungverjum í úrslitaleik um sæti á EM og síðan Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. U21 á þrjá leiki eftir í undankeppni EM en þar er liðið í toppbaráttu. Ísland mætir Ítalíu á heimavelli og sigur eða jafntefli þar halda möguleikunum opnum fyrir lokaleikina tvo sem eru ytra.

Hannes Þór Halldórsson (Valur), Kári Árnason (Víkingur R.), Birkir Már Sævarsson (Valur) og verða væntanlega allir í landsliðshópnum og þeir halda til Ungverjalands eftir leikina í 19. umferðinni þann 8. nóvember.

Fimm daga sóttkví er við heimkomu frá útlöndum í dag. Ísland mætir Englandi á Wembley þann 18. nóvember en Valur mætir Fjölni þann 22. nóvember og Víkingur spilar við Stjörnuna. Ef Hannes, Kári og Birkir verða með gegn Englandi þá verða þeir í sóttkví þegar 20. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer fram.

Í september slepptu Hannes og Kári leik gegn Belgum á útivelli í Þjóðadeildinni til að missa ekki af leikjum í Pepsi Max-deildinni og mögulegt er að þeir verði ekki með gegn Englandi en félög þeirra eiga rétt á að kalla þá til sín fyrir deildarleikina.

Hjá U21 landsliðinu er leikur við Ítalíu á Víkingsvelli fimmtudaginn 12. nóvember og leikur ytra þremur dögum síðar. Síðasti leikurinn er gegn Armenum 18. nóvember en óvíst er hvar sá leikur fer fram vegna þess að stríð stendur yfir í Armeníu.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, skipti hópnum í tvennt í síðasta verkefni og valdi ekki leikmenn úr Pepsi Max-deildinni í síðari leikinn í verkefninu, gegn Lúxemborg.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegt að Arnar geri það sama núna og að leikmenn í Pepsi Max-deildinni spili bara gegn Ítölum og mögulega Írum ef um toppbaráttuslag verður að ræða. Gegn Armenum verði síðan einungis leikmenn úr erlendum félagsliðum í íslenska hópnum.

Leikir A-landsliðsins
12. nóv Ungverjaland - Ísland
15. nóv Danmörk - Ísland
18. nóv England - Ísland

Leikir U21
12. nóv Ísland - Ítalía
15. nóv Írland - Ísland
18. nóv Armenía - Ísland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner