Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. nóvember 2019 13:05
Magnús Már Einarsson
Lítill tími fyrir stuðningsmenn Íslands fyrir úrslitaleikinn
Icelandair
Hilmar Jökull í stúkunni á Laugardalsvelli.
Hilmar Jökull í stúkunni á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að íslenskir stuðningsmenn þurfa að hafa hraðar hendur í mars ef þeir ætla að mæta á úrslitaleik í umspili um sæti á EM þriðjudaginn 31. mars næstkomandi.

Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars og með sigri þar tryggir liðið sér sæti í úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli.

Sá leikur fer fram á útivelli og þá í Búdapest eða Sofia. Ef Ísland vinnur Rúmena hafa íslenskir stuðningsmenn stuttan tíma til að bóka sér ferð ef að þeir ætla á úrslitaleikinn.

Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, segir það ekki vera vonbrigði að fá ekki heimaleik í úrslitunum.

„Nei, það eru ekkert endilega vonbrigði. Það er líklegt að Ungverjar fari áfram úr hinu einvíginu og það er beint flug þangað með Wizz air," sagði Hilmar Jökull við Fótbolta.net.

„Það hefði verið gaman að fá heimaleiki í báðum leikjunum. Núna er ennþá meiri pressa á fólki að mæta á fyrri leikinn 26. mars, syngja og tralla og vera með læti í ljósi þess að við fáum bara einn heimaleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner