Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 15:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Andri Rúnar og Soiri skoruðu í sigri Esbjerg
Andri í landsleik árið 2018.
Andri í landsleik árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esbjerg 2 - 1 Skive

Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark Esbjerg í 2-1 sigri á Skive í dönsku B-deildinni í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari Esbjerg.

Mark Andra kom á 17. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Andri fékk sendingu út í teiginn, boltinn skoppaði og Andri kláraði vel með hægri.

Á upphafsmínútu seinni hálfleiks skoraði finnska hetjan Pyry Soiri annað mark Esbjerg. Soiri þekkja Íslendingar sem markaskorara Finna gegn Króatíu í undankeppni fyrir HM í Rússlandi. Það mark tryggði Íslandi sæti á HM í Rússlandi.

Skive minnkaði muninn undir lok leiks þegar Clinton Antwi skoraði sjálfsmark. Esbjerg er með 23 stig í fjórða sæti eftir ellefu leiki, sjö stigum frá toppsætinu en á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner