Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Strákarnir voru sjóðandi heitir
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Við áttum sigurinn skilið. Strákarnir spiluðu ótrúlegan leik gegn topp, topp andstæðingi. Ég tek ekki svona frammistöðu sem sjálfsögðum hlut. Strákarnir voru sjóðandi heitir, fótboltalega séð," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

„Fremsta línan varðist mjög vel og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Heildarframmistaðan var góð, sömuleiðis úrslitin og það að halda hreinu. Við vörðumst ótrúlega vel."

Liverpool fer upp að hlið Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri. Sigurinn í kvöld var mjög sannfærandi þrátt fyrir meiðsli margra leikmanna.

„Ég get ekki tekið einhvern einn út, kannski frammistaða James Milner í hægri bakverði. Hann spilaði stórkostlegan leik, fyrst þar og svo á miðjunni."

„Þetta er það sem við búumst við frá okkur sjálfum. Meiðslin eru mikið áfall, en strákarnir verða að bjóða upp á lausnir. Við erum miðverði sem eru mjög ungir, ekki reynslumiklir, þið sáuð bekkinn í kvöld. Þetta er erfið staða og þegar Naby (Keita) fer af velli með vöðvameiðsli, þá veistu að vandamálin verða ekki minni."

„Strákarnir vita að þegar þeir fá að æfa með okkur, að þá hafa þeir gæðin til að gera það. Við útdeilum ekki miðum á æfingar, þú verður að komast inn á þær með hæfileikum. Þetta er erfiður skóli," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner