Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. nóvember 2020 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds í samstarf við fyrirtæki Jay-Z
Kalvin Phillips er á einni myndinni sem máluð var í miðbæ Leeds
Kalvin Phillips er á einni myndinni sem máluð var í miðbæ Leeds
Mynd: Getty Images
Leeds hefur hafið samstarf við umboðsskrifstofuna Roc Nation, sem er í eigu rapparans Jay-Z.

Roc Nation er með Rihönnu, Alicia Keys, Kevin de Bruyne og Marcus Rashford á sínum snærum svo einhverjir séu nefndir.

Veggmyndir voru opinberaðar í Leeds í gær sem markaði upphaf samstarfsins við Roc Nation. Á veggmyndunum má sjá uppalda Leedsara auk goðsagna á borð við Lucas Radebe og Albert Johanneson í miðbæ Leeds.

Götulistamaðurinn Akes P19 málaði myndirnar og hann gerði slíkt hið sama af Rashford í Manchester. Hönnunin sýnir stolt félagsins af því að vera með fjölbreytta arfleið.

Victor Orta, yfirmaður íþróttamála hjá Leeds, er ánægður með samstarfið við Roc Nation og veggmyndirnar.

„Þetta er mikil ánægja fyrir mig og félagið þar sem þetta er tákn okkar liðs og núna er það að eilífu komið á vegg. Þetta er stórt merki á heimsvísu. Við viljum stækka á amerískum markaði sem og í Asíu. Þetta er samstarf sem sýnir hvar Leeds er og sýnir hvert félagið stefnir."

Roc Nation vildi gera eitthvað sérstakt fyrir stuðningsmenn félagsins og ætlar að hjálpa Leeds að stækka í Ameríku og Asíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner