Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. nóvember 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær útskýrir fjarveru Pogba - „Vonandi klár á þriðjudaginn"
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, var hvergi sjáanlegur er liðið vann WBA 1-0 á Old Trafford í gær en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, útskýrði fjarveru hans fyrir leikinn.

Framtíð Pogba hjá Man Utd hefur verið rædd mikið á þessu ári en hann hefur verið orðaður við Juventus og risaliðin tvö á Spáni, Barcelona og Real Madrid.

Hann er óánægður með stöðuna hjá Man Utd og ráku því margir upp stór augu er hann var ekki í leikmannahópnum gegn WBA í gær en Solskjær var með gilda ástæðu fyrir því.

„Paul fékk högg í síðasta leik og byrjaði að finna fyrir því fyrir æfingu en gat svo ekki haldið áfram. Vonandi verður hann klár fyrir þriðjudaginn en við vitum það ekki enn," sagði Solskjær við MUTV.
Athugasemdir
banner
banner