Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 22. nóvember 2021 09:05
Elvar Geir Magnússon
Hver mun taka við Manchester United?
Powerade
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur áhuga á Mount.
Real Madrid hefur áhuga á Mount.
Mynd: Getty Images
Pochettino, Ten Hag, Mount, Messi og Barisic eru meðal manna sem koma við sögu í slúðurpakkanum þennan mánudaginn. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Zinedine Zidane hefur ekki áhuga á að taka við Manchester United á þessum tímapunkti. (Guillem Balague)

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, er efstur á blaði hjá Manchester United fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Erik ten Hag, stjóri Ajax, er sagður númer tvö. (Sky Sports)

Pochettino, sem er fyrrum stjóri Tottenham, er opinn fyrir því að taka við United næsta sumar. (Telegraph)

Manchester United hefur einnig haft samband við Brendan Rodgers og er tilbúið að borga Leicester 8 milljónir punda í bætur fyrir stjórann. (Sun)

Ten Hag, stjóri Ajax, segist ekki hafa heyrt neitt af áhuga Manchester United á að ráða sig. (Manchester Evening News)

Umboðsmaðurinn Jorge Mendes vill að Manchester United ráði Julen Lopetegui, stjóra Sevilla. (Manchester Evening News)

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, hefur hafnað orðrómi um að hann gæti tekið við Manchester United. (Goal)

Ole Gunnar Solskjær hafnaði því að gera breytingar á starfsliði sínu þrátt fyrir að nokkrir af eldri leikmönnum liðsins höfðu misst trú á aðferðum þjálfarana. (ESPN)

Real Madrid hefur áhuga á enska miðjumanninum Mason Mount (22) hjá Chelsea. Manchester City og Bayern München hafa einnig áhuga. (Fichajes)

Tottenham gæti reynt að fá Nicolo Zaniolo (22) miðjumann Roma. (Calciomercato)

Steven Gerrard vill fá króatíska vinstri bakvörðinn Borna Barisic (29) til Aston Villa frá sínu fyrrum félagi Rangers. (Daily Record)

Rafael Benítez, stjóri Everton, segir að félagið muni reyna að kaupa leikmenn í janúar. Demarai Gray (25) bættist á meiðslalistann í tapinu gegn Manchester City í gær. (Liverpool Echo)

Thomas Tuchel segir að samningaviðræður Antonio Rudiger (28) hafi ekki truflandi áhrif á leikmanninn. Samningur Þjóðverjans rennur út eftir tímabilið og hann má ræða við önnur félög í janúar. (Independent)

Lionel Messi (34), framherji PSG, er ekki að plana endurkomu til Barcelona. Joan Laporta, forseti félagsins, ýjaði að því að Argentínumaðurinn gæti snúið aftur til Börsunga í framtíðinni. (AS)

Xavi, nýr stjóri Barcelona, hefur áhuga á að fá alsírska sóknarmanninn Baghdad Bounedjah (29) frá sínu fyrrum félagi, Al Sadd í Katar. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner