banner
   mán 22. nóvember 2021 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Tilnefningarnar klárar - Messi og Ronaldo á listanum
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir tilnefndir
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir tilnefndir
Mynd: EPA
Jorginho þykir líklegur til að hreppa verðlaunin
Jorginho þykir líklegur til að hreppa verðlaunin
Mynd: EPA
Alexia Putellas er tilnefnd hjá konunum en hún hefur átt frábær ár með Barcelona
Alexia Putellas er tilnefnd hjá konunum en hún hefur átt frábær ár með Barcelona
Mynd: EPA
Alþjóðafótboltasambandið, FIFA, hefur gefið út tilnefningar yfir besta leikmann í karla- og kvennaflokki fyrir árið 2021. Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski eru allir á listanum hjá körlunum.

Verðlaunaafhending fer fram þann 17. janúar næstkomandi í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss en tilnefningarnar voru birtar nú rétt í þessu.

Ellefu leikmenn koma til greina í karlaflokki. Jorginho og N'Golo Kanté eru á listanum en báðir unnu Meistaradeild Evrópu með Chelsea og þá vann Jorginho EM með Ítalíu.

Karim Benzema, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe, Robert Lewandowski, Neymar, Kevin de Bruyne og Mohamed Salah eru einnig tilnefndir.

Landsliðsþjálfarar og fyrirliðar landsliðana velja auk þess sem einn sérstakur blaðamaður frá hverju landi og svo fá stuðningsmenn einnig að kjósa á vefsíðu FIFA.

Tilnefningar: Karim Benzema (Real Madrid/Frakkland), N'Golo Kante (Chelsea/Frakkland), Jorginho (Chelsea/Ítalía), Robert Lewandowski (Bayern München/Pólland), Mohamed Salah (Liverpool/Egyptaland), Kevin de Bruyne (Manchester City/Belgía), Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain/Frakkland), Erling Braut Haaland (Borussia Dortmund/Noregur), Lionel Messi (Paris Saint-Germain/Argentína), Cristiano Ronaldo (Manchester United/Portúgal), Neymar (Brasilía/Paris Saint-Germain)

Þrettán tilnefningar í kvennaflokki

Þrettán leikmenn koma til greina í kvennaflokki en fimm koma frá Chelsea og fjórar frá Barcelona.

Sam Kerr, Magdalena Eriksson, Pernille Harder, So-Yun Ji og Ellen White eru fulltrúar Chelsea á meðan Caroline Graham Hansen, Alexia Putellas, Jenni Hermoso og Aitana Bonmati koma frá Barcelona.

Lucy Bronze, Stina Blackstenius, Christine Sinclair og Vivianne Miedema eru einnig á listanum.

Tilnefningar: Stina Blackstenius (BK Häcken/Svíþjóð), Sam Kerr (Chelsea/Ástralía), Magdalena Eriksson (Chelsea/Svíþjóð), Pernille Harder (Chelsea/Danmörk), Jenni Hermoso (Barcelona/Spánn), Alexia Putellas (Barcelona/Spánn), Aitana Bonmati (Barcelona/Spánn), Lucy Bronze (Manchester City/England), Caroline Graham Hansen (Barcelona/Noregur), So-Yun Ji (Chelsea/Suður-Kórea), Christine Sinclair (Portland Thorns/Kanada), Vivianne Miedema (Arsenal/Holland), Ellen White (Chelsea/England).
Athugasemdir
banner
banner
banner