Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 23. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Sevilla vill fá Alfredo Morelos
Sevilla vill fá Alfredo Morelos, framherja Rangers, í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Hinn 23 ára gamli Morelos hefur slegið í gegn hjá Rangers síðan hann kom frá HJK Helsinki í Finnlandi á eina milljón punda árið 2017.

Morelos hefur skorað 28 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en Inter hefur einnig verið að skoða hann.

Sevilla vill fá framherja til að fylla skarð Javier Hernandez sem samdi við LA Galaxy í vikunni og Morelos er á óskalistanum.

Morelos er frá Kolumbíu en þessi skapheiti framherji hefur skorað 76 mörk í 126 deildarleikjum í Skotlandi.
Athugasemdir
banner