Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balogun birti myndband af marki um leið og Arsenal tapaði
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Folarin Balogun virðist ekki sérlega ánægður í herbúðum Arsenal um þessar mundir.

Balogun er 19 ára gamall og hefur komið við sögu í fimm leikjum á þessu tímabili. Fjórir af þessum leikjum komu í Evrópudeildinni þar sem honum tókst að skora tvö mörk.

Samningur Balogun rennur út í sumar og hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan samning til þessa. Hann gæti farið frítt næsta sumar og er Liverpool sagt á meðal félaga sem hafa áhuga á honum.

Balogun var ekki í hóp hjá Arsenal gegn Southampton þegar liðið féll úr FA-bikarnum áðan. Mikel Arteta ákvað frekar að nota Eddie Nketiah sem átti ekki góðan leik.

Balogun var greinilega ekki sáttur með þetta því um leið og flautað hafði verið til leiksloka í leik Southampton og Arsenal núna áðan, þá birti hann myndband af fallegu marki sem hann skoraði með unglingaliði Arsenal.

Það er talið að þarna hafi hann verið að senda Arteta, stjóra Arsenal, skýr skilaboð um að hann hefði átt að spila í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner