lau 23. janúar 2021 23:30
Victor Pálsson
Leikmenn Chelsea vissu að þeir myndu ekki fá tækifæri
Piazon árið 2019.
Piazon árið 2019.
Mynd: Getty Images
Lucas Piazon, leikmaður Braga, hefur sett spurningamerki við sitt fyrrum félag Chelsea en hann var þar í tæp níu ár án þess að spila marga leiki.

Piazon kom mjög efnilegur til Chelsea á sínum tíma en hann var lánaður margoft á þessum árum og fékk aldrei alvöru tækifæri.

Nú hefur miðjumaðurinn loksins sagt skilið við Chelsea og samdi endanlega við portúgalska félagið á dögunum.

Chelsea á það til að fá til sín unga leikmenn og lána þá annað og enda þeir á að fá takmarkað að spila á Stamford Bridge.

„Við vissum að við myndum snúa aftur á undirbúningstímabilinu með nýjan stjóra og nýja leikmenn og þeir sögðu alltaf að ef þú gerðir vel þá gæti stjórinn haldið þér," sagði Piazon.

„Við vissum þó að við ættum ekki möguleika því þeir borguðu háa upphæð fyrir leikmennina og myndu pottþétt nota þá."

„Við vissum að við yrðum þarna í þrjár til fimm vikur og svo myndu þeir reyna að senda okkur annað á lán. Í byrjun leið mér eins og Chelsea vildi hafa mig, að ég myndi gera vel og snúa aftur. Það var ekki raunin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner