Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willian ekki gert mikið - Auðvelt að gleyma að hann sé inn á vellinum
Willian gerði þriggja ára samning við Arsenal síðasta sumar.
Willian gerði þriggja ára samning við Arsenal síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja það að Brasilíumaðurinn Willian hafi ekki spilað vel frá því hann gekk í raðir Arsenal síðasta sumar.

Þessi 32 ára sóknarleikmaður kom til Arsenal á frjálsri sölu frá Chelsea. Hann fékk þriggja ára samning og sagðist vera kominn til félagsins til að vinna titla.

Arsenal féll í dag úr leik í FA-bikarnum þar sem Willian spilaði allan leikinn.

Hann fær fjóra í einkunn frá staðarmiðlinum football.london og í umsögn um hans frammistöðu segir: „Það hefði verið auðvelt að gleyma því að hann væri á vellinum, önnur frammistaða frá Brasilíumanninum þar sem hann er ósýnilegur."

Willian er aðeins búinn að eiga tvær tilraunir á markið í 20 leikjum fyrir Arsenal.

Stuðningsmenn Arsenal eru margir búnir að fá nóg af Willian ef miðað er við samfélagsmiðla. Brot af því sem var sagt á Twitter í kringum leikinn má sjá hér að neðan.










Athugasemdir
banner
banner
banner
banner