Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. janúar 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FC Kaupmannahöfn við Ragga Sig: Takk fyrir allt
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir glæstan feril.

Hann fór tvisvar sinnum á stórmót með íslenska landsliðinu og myndaði frábært miðvarðapar með Kára Árnasyni. Alls urðu landsleikirnir 97 talsins og landsliðsmörkin fimm.

Sem atvinnumaður lék Ragnar með Gautaborg í Svíþjóð, FC Kaupmannahöfn í Danmörku, Krasnodar, Rubin Kazan og Rostov í Rússlandi, Fulham á Englandi og Rukh Lviv í Úkraínu.

„Þetta er bara komið gott hjá mér, ég er búinn að vera frekar áhugalaus í þessu síðustu þrjú - kannski fjögur árin," sagði Ragnar í samtali við Fótbolta.net.

Í Kaupmannahöfn er Ragnar dýrkaður eftir tíma sinn hjá FCK. Félagið birti myndband eftir að það var tilkynnt að skórnir væru komnir upp á hillu hjá varnarmanninum. „Gangi þér vel í framtíðinni, Raggi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir FC Kaupmannahöfn í þínum 110 leikjum fyrir félagið," segir við myndbandið sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner