Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. janúar 2022 11:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish fékk að finna fyrir því - Ætlaði að ræða málin í göngunum
Mynd: Getty Images
Southampton og Man City skildu jöfn 1-1 í gær en Kyle Walker-Peters kom Southampton yfir snemma leiks. Aymeric Laporte jafnaði metin fyrir City í síðari hálfleik.

Jack Grealish hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann gekk til liðs við City frá Aston Villa í sumar. Hann var þó nokkuð líflegur í gær.

Vegna þess fékk hann að finna fyrir því frá varnarmönnum Southampton og hann var þrisvar sinnum tæklaður harkalega niður. Eitt skiptið fór sérstaklega í taugarnar á honum þegar Oriol Romeu tæklaði hann.

Þrátt fyrir allt þetta þá komst hann heill frá leiknum og spilaði allar 90 mínúturnar. Ralph Hasenhuttl og Pep Guardiola stjórar liðanna sáust rífast eitthvað eftir leikinn og Hasenhuttl var spurður útí þau orðaskipti í viðtali eftir leikinn.

„Við vorum að tala um Romeu því Grealish beið eftir honum í göngunum útaf einhverjum hlutum sem gerðust í leiknum sem voru ekki góðir en það er ekki fyrir myndavélarnar. Þeir ræddu málin og sættust."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner