Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. janúar 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlín Heiðarsdóttir í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Heiðarsdóttir er gengin í raðir Aftureldingar og skrifar undir tveggja ára samning við félagið. Þetta tilkynnir Afturelding á samfélagsmiðlum sínum.

Miðjumaðurinn kemur frá uppeldisfélaginu Fjölni þar sem hún hefur verið máttarstólpi í liðinu á síðustu árum.

Hún er fædd árið 1999 og á að baki 101 deildarleik í B- og C-deild. Í þeim hefur Hlín skorað tuttugu mörk. Hún hefur verið fyrirliði Fjölnis og var árið 2019 valin knattspyrnukona ársins hjá félaginu.

„Við höfum séð mikið frá Hlín á síðustu árum og hrifist af hennar leikstíl, Hlín býr yfir miklum hraða og hlaupagetu og er algjör vinnuhestur á miðjusvæðinu. Þá er hún ákveðin í vítateig andstæðinganna sem skilar sér í mörkum. Það er því mikið fagnaðar efni að semja við jafn öflugan leikmann og Hlín, við hlökkum gríðarlega til samstarfsins,” sagði Ruth Þórðardóttir einn af þjálfurum Aftureldingar.

Afturelding féll úr Bestu deildinni á liðinni leiktíð og verður í Lengjudeildinni í sumar, Fjölnir verður hins vegar í 2. deild eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner