Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórarinn Ingi: Held að Jökull fari út fyrir Ísland sem þjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar síðustu ár ferilsins. Þórarinn lagði skóna á hilluna um áramótin eftir farsælan feril. Hann var leikmaður Stjörnunnar þegar Jökull kom inn sem aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar fyrir tímabilið 2022 og snemma tímabils 2023 tók við af Ágústi þegar hann var látinn fara.

Þórarinn var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal á dögunum og þar spurði þáttarstjórnandinn Jón Páll Pálmason út í 'Jöllaball' sem er viðurnefnið sem leikstíll Stjörnunnar hefur stundum verið kallaður undir stjórn Jökuls.

„Þetta er öðruvísi en sá fótbolti sem ég hafði spilað áður á ferlinum. Ég kalla þetta glænýja skólann. Jökull er mjög gjarn á að aðlaga, gera og breyta, og mikið um taktík. Ég og Danni Laxdal vorum með þeim elstu í liðinu og vorum ekkert hoppandi kátir að læra allt upp á nýtt, en samband okkar og Jökuls var bara frábært. Við ræddum bara íslensku okkar á milli um allt."

„Jökull er ekki takmarkaður bara við Ísland þegar kemur að þjálfun, ég held að hann fari eitthvað lengra. Hann er 'all-in' í hugsun, taktík og öllu þessu dóti,"
segir Þórarinn Ingi sem lék alls 24 leiki undir stjórn Jökuls.

Stjarnan komst á mikið flug eftir að Jökull tók við liðinu sumarið 2023 og endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar. Síðasta sumar endaði liðið í 4. sæti og rétt missti af Evrópusæti. Jökull er fertugur og kom til Stjörnunnar eftir að hafa þjálfað Augnablik.

Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner