Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Yfir 6.500 farandverkamenn hafa látist í Katar
Frá Doha í Katar.
Frá Doha í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guardian fullyrðir að yfir 6.500 farandverkamenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka hafi týnt lífi í Katar síðan þjóðin vann réttinn til þess að halda HM,

Það þýðir að tólf farandverkamenn hafi látist í hverri viku síðan í desember 2010 þegar fólk flykktist út á götur í höfuðborginni Doha í Katar til að fagna því að þjóðin hafi verið valin til að halda HM 2022.

Þá segir Guardian að tölurnar séu í raun enn hærri því ekki séu upplýsingar um farandverkamenn frá ýmsum öðrum löndum, til dæmis Filippseyjum og Kenýa.

Katar hefur undanfarinn áratug verið að undirbúa heimsmeistaramótið, reist fjölda leikvanga og ýmsar samgönguæðar. Flugvöllurinn var endurbyggður og mörg hótel hafa risið.

Farandverkamenn hafa starfað og lifað við hættulegar og ómannúðlegar aðstæður. Margir hafa látist eftir fall úr mikilli hæð, ýmis slys hafa orðið og þá eru einnig sjálfsmorð. Flest dauðsföllin eru þó skráð af „náttúrulegum orsökum".

Hér má lesa úttekt Guardian um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner