Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. febrúar 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Andlitsmálun barna á Ítalíu harðlega gagnrýnd
Mynd: Samsett
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur hlotið gagnrýni eftir að hann varði það að börn væru máluð í framan til að líkjast sóknarmanninum Victor Osimhen hjá Napoli.

Á þessum árstíma eru hátíðarhöld á Ítalíu þar sem hefð er fyrir því að fullorðnir og börn klæðist grímubúningum, beri grímur, hárkollur og andlitsfarða. Líkt og við þekkjum á öskudeginum hjá okkur.

Ýmsar myndir hafa verið birtar af krökkum sem reyna að líkjast Osimhen, oft með því að notast við andlitsmálningu.

Það þykir þá móðgandi og er skilgreint sem rasismi. Mancini hefur hinsvegar sagt að í sínum huga sé þetta þó bara skemmtilegt en eigi alls ekki að skilgreina sem kynþáttafordóma.

Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og margir talað um að þetta sýni hversu stórt vandamál kynþáttafordómar eru í ítölsku samfélagi.

„Þetta er vandamál. Fólk verður að skilja að það er ekki að heiðra Osimhen. Þetta er niðrandi," segir rithöfundurinn Sabrina Efionayi sem er af nígerískum uppruna.
Athugasemdir
banner
banner