Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. febrúar 2023 15:26
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill til Zal­g­ir­is í Litháen (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistarana í Litháen, Zalgiris. Hann verður fyrsti Íslendingurinn í sögu félagsins.

Árni er 28 ára og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann lék síðast fyrir Rodez í Frakklandi en sumarið 2021 lék hann með Blikum.

Áður hafði hann leikið í Úkraínu, Póllandi, Svíþjóð og Noregi. Hann hefur ekkert leikið frá því síðasta vor, þegar hann fékk sig lausan hjá Rodez.

Hann leitaði sér að félagi á Ítalíu eftir að kærasta hans, Sara Björk Gunnarsdóttir, fór til Juventus. Það gekk ekki vel fyrir hann að finna sér félag sem passaði vel þar í landi.

Zalgiris hafði gríðarlega yfirburði í litháísku deildinni í fyrra og vann með 19 stiga mun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner