Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. febrúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar að berjast um Fresneda
Powerade
Ivan Fresneda.
Ivan Fresneda.
Mynd: Getty Images
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað en BBC tekur saman það helsta. Pickford, Fresneda, Xhaka, Gvardiol, Cancelo og fleiri í pakkanum í dag.

Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford (28) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Everton. (Times)

Arsenal ætlar að berjast við Borussia Dortmund, Newcastle og Juventus um spænska hægri bakvörðinn Ivan Fresneda (18) hjá Real Valladolid. (Standard)

Chelsea mun selja enska miðjumanninn Mason Mount (24) í sumar þegar hann á ár eftir af samningi sínum, ef félaginu tekst ekki að gera nýjan samning við hann. (Athletic)

Xavi, stjóri Barcelona, segist sífellt vera í sambandi við argentínska framherjann Lionel Messi (35) en samningur hans við Paris St-Germain rennur út í sumar. Xavi segir að Messi sé velkominn heim ef hann vill snúa aftur. (Goal)

Arsenal hefur einnig hafið samningaviðræður við Granit Xhaka (30) en svissneski miðjumaðurinn vill vera áfram á Emirates. (90min)

Liverpool hefur áhuga á króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (21). Hann skoraði fyrir þýska liðið RB Leipzig gegn Manchester City í gær. (Fabrizio Romano)

Portúgalski varnarmaðurinn Joao Cancelo (28) segir að lánssamningurinn við Bayern München hafi verið tækifæri sem hann gat ekki hafnað. Hann telur sig hafa átt að spila meira hjá Manchester City en Pep Guardiola var ósammála. (O Jogo)

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw (27) og hægri bakvörðurinn Diogo Dalot (23) hjá Manchester United hafa sýnt að þeir eiga skilið að fá annan samning á Old Trafford. (Football Transfers)

Umboðsmaður austurríska miðjumannsins Marcel Sabitzer (28) hefur ýjað að því að hann gæti verið áfram hjá Manchester United eftir að lánssamningnum við Bayern München lýkur. (Sport 1)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur gefið Manchester United von um að geta keypt nígeríska framherjann Victor Osimhen (24). 'Stundum koma tilboð sem þú getur ekki hafnað' segir De Laurentiis. (Mirror)

Leicester City gæti reynt að fá þýska miðjumanninn Mahmoud Dahoud (27) á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund í sumar. (Leicester Mercury)

Ben Foster (39), fyrrum markvörður Englands, segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað því að taka hanskana upp að nýju. Honum bauðst að fara til Newcastle en Nick Pope verður í banni i úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. (TalkSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner