Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Barcelona: Sancho í liðinu
Jadon Sancho er í liði Man Utd
Jadon Sancho er í liði Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United og Barcelona mætat í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Það eru góðar fréttir fyrir United. Lisandro Martínez og Marcel Sabitzer eru búnir að taka út leikbann. Lisandro kemur beint í vörn United en Sabitzer er á bekknum.

Jadon Sancho er í liðinu ásamt Wout Weghorst.

Það vantar nokkra hjá Börsungum. Gavi er í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda og þá er Pedri frá vegna meiðsla. Andreas Christensen, Alejandro Balde og Sergi Roberto byrja allir og þá er Sergio Busquets á miðjunni.

Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Varane, Lisandro, Shaw; Fred, Casemiro, Bruno Fernandes; Sancho, Weghorst, Rashford

Barcelona: Ter Stegen; Koundé, Araújo, Christensen, Balde; Busquets, Frenkie De Jong, Kessié; Sergi Roberto, Lewandowski, Raphinha
Athugasemdir
banner
banner