fim 23. febrúar 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er að reyna að gráta ekki þegar ég skrifa þetta bréf"
Lovren hættur með króatíska landsliðinu
Lovren í leik með króatíska landsliðinu á Laugardalsvelli.
Lovren í leik með króatíska landsliðinu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Dejan Lovren hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Lovren, sem er 33 ára, hefur leikið með Króatíu frá 2009 og endar hann með 78 A-landsleiki. Þónokkrir af þessum leikjum komu gegn okkur Íslendingum.

Lovren á flottan landsliðsferil að baki, hann hjálpaði liðinu að taka silfur á HM í Rússlandi og brons á HM í Katar.

„Þetta er erfitt fyrir mig og ég er að reyna að gráta ekki þegar ég skrifa þetta bréf," skrifaði Lovren.

„Mig dreymdi um það sem barn að spila í þessari fallegu köflóttu treyju. Ég mun aldrei gleyma þessari tilfinningu, mér leið eins og Súperman."


Athugasemdir
banner
banner
banner