Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert riftunarverð þó Everton falli í vor
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford er að skrifa undir nýjan samning við Everton sem gildir til ársins 2027.

Þessi 28 ára gamli markvörður kom til Everton frá Sunderland árið 2017 eftir að hafa staðið sig frábærlega á fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Sunderland.

Pickford hefur á síðustu sex árum verið einn af björtu punktunum í liði Everton og þá eignað sér markvarðarstöðuna hjá enska landsliðinu.

Samningur Pickford á að renna út eftir næsta tímabil en hann er við það að skrifa undir nýjan samning.

Fréttamaðurinn Paul Joyce segir frá því að það verði ekkert ákvæði í samningnum um riftunarverð ef Everton fellur, en liðið er sem stendur einu stigi frá fallsæti. Félagið mun því hafa völdin ef liðið fellur, að halda honum í markinu hjá sér.
Athugasemdir
banner