Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 23. febrúar 2023 00:31
Brynjar Ingi Erluson
Enska landsliðið vann Arnold Clark-bikarinn
Mynd: EPA
Kvennalandslið Englands vann Arnold Clark-æfingamótið sem fór fram á Englandi í vikunni eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í mótinu.

Enska liðið, sem varð Evrópumeistari á síðasta ári, er komið á fullt að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Kvennalandslið spiluðu æfingamót út um allan heim á dögunum en Ísland vann meðal annars Pínatar-mótið á Spáni.

England vann Arnold Clark-mótið, sem haldið er á ári hverju, en liðið vann alla þrjá leiki sína og endaði mótið á því að kjöldraga Belgíu, 6-1, í kvöld.

Lauren James var besti leikmaður mótsins að þessu sinni en Chloe Kelly var markahæst með þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner