
Kvennalandslið Englands vann Arnold Clark-æfingamótið sem fór fram á Englandi í vikunni eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í mótinu.
Enska liðið, sem varð Evrópumeistari á síðasta ári, er komið á fullt að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Kvennalandslið spiluðu æfingamót út um allan heim á dögunum en Ísland vann meðal annars Pínatar-mótið á Spáni.
England vann Arnold Clark-mótið, sem haldið er á ári hverju, en liðið vann alla þrjá leiki sína og endaði mótið á því að kjöldraga Belgíu, 6-1, í kvöld.
Lauren James var besti leikmaður mótsins að þessu sinni en Chloe Kelly var markahæst með þrjú mörk.
England's Lauren James has been named player of the tournament in the Arnold Clark Cup ????
— ESPN UK (@ESPNUK) February 22, 2023
Too many trophies to handle ???? pic.twitter.com/p9QJnORR95
Athugasemdir