Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Er Man City betra án Haaland? - „Myndi lýsa honum sem markaskorara ekki sem frábærum leikmanni"
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, Micah Richards og Thierry Henry fóru aðeins yfir frammistöðu Erling Braut Haaland í 1-1 jafnteflinu gegn RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en þá kom upp sú spurning — er Man City betra án Haaland?

Haaland virkaði pirraður og þreyttur á liðsfélögum sínum í Þýskalandi í gær.

Hann kom sér aðeins í eitt gott færi í leiknum þó hann hafi alltaf verið að bjóða sig í hlaup en liðsfélagar hans ákváðu að fara aðrar leiðir í stað þess að senda á hann.

Það koma leikir þar sem Haaland skorar ekki og hefur verið meira af því undanfarna mánuði. Haaland er með 32 mörk í 32 leikjum, svo ekki hefur vantað að skora mörkin, en er hann meira en bara markaskorari og er Man City betra án hans?

„Ég held að þetta sé góð spurning og alveg hægt að rökræða það en held að hann sé með 31 mark í 33 leikjum og ef þú horfir á markahlutfallið þá er það magnað en þegar þú horfir á klippur þá sérðu að það er eitthvað ekki í lagi. Ég nefndi það að Kevin de Bruyne væri ekki að spila í dag og hann kemur með eitthvað annað í þetta.“

„Þú sást þegar Rodri fékk boltann og Haaland var pirraður að fá ekki sendinguna en De Bruyne tekur þessa sendingu. Þetta getur virkað en það þarf meiri tíma.“

„Þegar þú ert frábær framherji þá horfir fólk alltaf á það neikvæða. Hann getur skorað mörk en hvað hefur hann annað fram að færa? Við töluðum um Benzema og Kane. Þegar hann er að hreyfa sig í teignum og afgreiðslurnar og hvað hann er grimmur þá er hann sá besti en við erum að tala um þetta aukalega sem hann þarf að koma með í leik sinn,“
sagði Richards um Haaland.

Carragher sagði að Haaland væri ekki endilega frábær leikmaður heldur bara mikill markaskorari.

„Ég myndi lýsa þér (Thierry Henry) sem frábærum leikmanni sem skoraði mörk en ég myndi lýsa Haaland sem markaskorara, ekki sem frábærum leikmanni. Mbappe er frábær leikmaður sem skorar mörk. Hann þarf að bæta hlutum í sinn leik til að verða frábær leikmaður,“ sagði Carragher en svo kom Henry með gott ráð sem hann fékk frá Arsene Wenger á tíma sínum hjá Arsenal.

„Þetta snýst um að verða betri. Verkfærið sem ég notaði er að fólk þurfti að finna mig. Reyndu að vinna í því að senda betur og ef þú gerir það ekki ertu ekki nógu góður. Framherjar kvarta endalaust yfir því og vilja alltaf boltann en þegar Arsene Wenger gaf mér það ráð og ég þyrfti að spyrja mig réttu spurninganna. Getur þessi náungi fundið þig?“

„Ég fór að pæla í því hver væri með boltann og hvernig staðan í leiknum var. Þegar boltinn er á einum stað á vængnum og þú ert hinum megin þá ertu ekki að gera það sem leikurinn vill að þú gerir heldur það sem þú vilt gera. Það virkar stundum þegar liðið þitt er að stjórna leiknum en stundum þurfa leikmenn að taka þríhyrningsspil eða finna þig í hlaupaleiðinni. Þetta er spurning um að verða betri,“
sagði Henry í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner