Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Flugeldasýning á Old Trafford?
Marcus Rashford er sjóðandi heitur þessa dagana. Hvað gerir hann í seinni leiknum?
Marcus Rashford er sjóðandi heitur þessa dagana. Hvað gerir hann í seinni leiknum?
Mynd: EPA
Umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildar Evrópu klárast í kvöld með sextán leikjum en risaleikur er á dagskrá á Old Trafford er Barcelona heimsækir Manchester United.

Barcelona og Man Utd, tvö stórveldi, áttust við í síðustu viku og gerðu 2-2 jafntefli en sá leikur var gríðarleg skemmtun og má vænta þess að það verði svipað upp á teningnum í kvöld.

Juventus á erfiðan leik í Frakklandi gegn Nantes eftir að hafa klúðrað færunum í fyrri leiknum. Staðan er 1-1 í einvíginu. Elías Rafn Ólafsson og hans menn í Midtjylland mæta Sporting en staðan þar er einnig 1-1.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Evrópudeildin
17:45 Nantes - Juventus (1-1)
17:45 Midtjylland - Sporting (1-1)
17:45 Mónakó - Leverkusen (3-2)
17:45 PSV - Sevilla (0-3)
20:00 Union Berlin - Ajax (0-0)
20:00 Roma - Salzburg (0-1)
20:00 Rennes - Shakhtar D (1-2)
20:00 Man Utd - Barcelona (2-2)

Sambandsdeildin
17:45 Partizan - Sheriff (1-0)
17:45 Anderlecht - Ludogorets (0-1)
17:45 Dnipro - AEK Larnaca (0-1)
17:45 Cluj - Lazio (0-1)
20:00 Fiorentina - Braga (4-0)
20:00 Basel - Trabzonspor (0-1)
20:00 Lech - Bodo-Glimt (0-0)
20:00 Gent - Qarabag (0-1)
Athugasemdir
banner