Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. febrúar 2023 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Leverkusen áfram eftir sigur í vítakeppni
Mynd: EPA
Monaco 2 - 3 Bayer (3-5, eftir vítakeppni)
0-1 Florian Wirtz ('13 )
1-1 Wissam Ben Yedder ('19 , víti)
1-2 Exequiel Palacios ('21 )
1-3 Amine Adli ('58 )
2-3 Breel Embolo ('84 )

Bayer Leverkusen bókaði farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið vann Mónakó eftir vítakeppni en Leverkusen skoraði úr öllum spyrnum sínum.

Mónakó hafði sigur í fyrri leiknum, 3-2, í æsispennandi leik og það var svipuð sýning í kvöld.

Florian Wirtz kom Leverkusen í forystu snemma leiks áður en hinn sjóðheiti Wissam Ben Yedder jafnaði úr vítaspyrnu tæpum fimmtán mínútum síðar.

Argentínski miðjumaðurinn Exequiel Palacios kom Leverkusen aftur yfir á 21. mínútu og bætti Amine Adli við þriðja markinu þegar um það bil hálftími var eftir.

Breel Embolo, framherji Mónakó, hélt einvíginu á lifi með marki sex mínútum fyrir leikslok. Fleiri mörk voru ekki skoruð eftir venjulegan leiktíma og þurfti því framlengingu og síðar vítakeppni.

Leverkusen skoraði úr öllum spyrnum sínum í vítakeppninni en Mónakó klúðraði einni spyrnu. Leverkusen er því komið í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner