Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 23. febrúar 2023 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Neyðarlegt sjálfsmark í framlengingu breytti öllu
Mynd: EPA
Rennes 2 - 1 Shakhtar D (4-5, eftir vítakeppni
1-0 Karl Toko Ekambi ('52 )
2-0 Ibrahim Salah ('106 )
2-1 Jeanuel Belocian ('119 , sjálfsmark)

Shakhtar tryggði sæti sitt í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld með því að vinna Rennes í vítakeppni en neyðarlegt sjálfsmark franska liðsins í framlengingu skemmdi allt.

Úkraínska liðið vann fyrri leikinn 2-1 og var það því í ágætri stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Karl Toko Ekambi skoraði eina mark Rennes í Frakklandi og dugði það til að koma liðinu í framlengingu.

Ibrahim Salah bætti við öðru fyrir Rennes í byrjun seinni hálfleiks framlengingarinnar og Frakkarnir í góðri stöðu.

Þegar tæpar 119. mínútur voru komnar á klukkuna komu gestirnir með háan bolta inn í teig Rennes. Jeanuel Belocian, varnarmaður liðsins, misreiknaði boltann er hann reyndi að hreinsa og fór því boltinn aftur fyrir hann og yfir markvörðinn og í netið.

Neyðarlegt sjálfsmark og tókst Shakhtar að komast í vítaspyrnukeppni þar sem liðið hafði betur, 5-4. Úkraínumennirnir höfðu heppnina með sér og taka því.
Athugasemdir
banner
banner
banner