Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
FIFA íhugar að setja reglu sem hefur áhrif á leik Martínez - „Það verður ekkert vesen"
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, hefur litlar áhyggjur af mögulegum reglubreytingum FIFA á vítaspyrnum en það mun svo sannarlega hafa áhrif á leik hans.

Alþjóðafótboltasambandið er að íhuga það að breyta reglunum þannig að markverðir megi ekki trufla leikmenn sem eru að undirbúa sig undir að taka vítaspyrnur.

Martínez er þekktur fyrir fantabrögð sín í vítaspyrnum en hann reynir allt til þess að taka skyttuna á taugum áður en vítaspyrnan er framkvæmd og oftar en ekki virkar það. Það að minnsta kosti skilaði sér í Suður-Ameríkubikarnum og á HM.

Hann hefur ekki miklar áhyggjur af þessu enda er hann búinn að verja þær spyrnur sem hann þarf að verja.

„Ég sagði alltaf eftir Suður-Ameríkubikarinn að ég væri ekki viss um að ég myndi gera þetta aftur. Ég er þegar búinn að verja allar þær vítaspyrnur sem ég þurfti að verja. Sama gerðist fyrir mig og ég veit ekki hvort ég eigi eftir að verja vítaspyrnu á næstu tuttugu árum, kannski ekki, en ég varð að gera þetta í Suður-Ameríkubikarnum og á HM.“

„Ég gat stöðvað þá og hjálpað liðinu að vinna og fyrir mér er það nóg. Við munum alltaf þurfa að aðlagast nútímareglum og því sem FIFA vill gera, þannig það verður ekkert vesen,“
sagði hann við ESPN.
Athugasemdir
banner
banner