Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. febrúar 2023 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gracia gæti neyðst til að horfa á leikinn úr stúkunni um helgina
Javi Gracia.
Javi Gracia.
Mynd: Leeds
Javi Gracia, nýr stjóri Leeds, er enn að bíða eftir atvinnuleyfi og hefur því ekki enn fengið að stýra æfingu hjá Leeds.

Gracia var ráðinn nýr stjóri Leeds fyrr í þessari viku en hann tekur við starfinu af Bandaríkjamanninum Jesse Marsch.

Gracia, sem er spænskur, hefur reynslu af því að þjálfa á Englandi. Hann stýrði Watford frá því í janúar 2018 til september 2019. Hann stýrði Watford frá falli og kom þeim í úrslit FA-bikarsins áður en hann var rekinn.

Það var hins vegar fyrir Brexit og er flóknara núna að fá atvinnuleyfi. Leeds á mikilvægan leik á laugardaginn gegn Southampton en Gracia gæti þurft að horfa þann leik úr stúkunni.

Gracia var síðast stjóri Al Sadd í Katar en hann hefur einnig stýrt Valencia á síðustu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner