
Football Manager er mjög svo vinsæll tölvuleikur á meðal fótboltaunnenda, enda frábær leikur.
Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.
Það er hægt að þjálfa lið á Íslandi í leiknum og það gerði Jay frá Englandi er hann tók við sem þjálfari Grindavíkur.
Jay var svo í ferðalagi á Íslandi á dögunum og ákvað hann að koma við í Grindavík. Þar var vel tekið á móti honum og fékk hann mynd af sér með Jóni Júlíusi Karlssyni, framkvæmdastjóra Grindavíkur. Jay segir frá þessu á samskiptamiðlinum Reddit en þar segir hann jafnframt frá því að hann hafi næstum því unnið Bestu deildina með Grindavík á fyrsta tímabili sínu í þeirri deild.
Hægt er að sjá myndina sem Jay deildi hér fyrir neðan.
This is what it's all about pic.twitter.com/ASzLPGoI8I
— Out of Context Football Manager (@nocontextfm1) February 23, 2023
Athugasemdir