Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 23. febrúar 2023 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindvíkingar tóku vel á móti Football Manager aðdáanda
Lengjudeildin
Fyrir leik hjá Grindavík síðasta sumar.
Fyrir leik hjá Grindavík síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Football Manager er mjög svo vinsæll tölvuleikur á meðal fótboltaunnenda, enda frábær leikur.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Það er hægt að þjálfa lið á Íslandi í leiknum og það gerði Jay frá Englandi er hann tók við sem þjálfari Grindavíkur.

Jay var svo í ferðalagi á Íslandi á dögunum og ákvað hann að koma við í Grindavík. Þar var vel tekið á móti honum og fékk hann mynd af sér með Jóni Júlíusi Karlssyni, framkvæmdastjóra Grindavíkur. Jay segir frá þessu á samskiptamiðlinum Reddit en þar segir hann jafnframt frá því að hann hafi næstum því unnið Bestu deildina með Grindavík á fyrsta tímabili sínu í þeirri deild.

Hægt er að sjá myndina sem Jay deildi hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner