Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gvardiol fer hvergi - „Hann verður leikmaður Leipzig á næsta tímabili“
Mynd: EPA
Josko Gvardiol, varnarmaður RB Leipzig í Þýskalandi, verður áfram hjá félaginu á næsta tímabili en þetta segir Marco Rose, þjálfari liðsins.

Gvardiol skoraði jöfnunarmark Leipzig í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City í Þýskalandi í gær og var besti maður liðsins en hann er einn eftirsóttasti miðvörður heims um þessar mundir.

Chelsea átti möguleika á að fá hann síðasta sumar en viðræðurnar sigldu í strand. Króatinn var stórkostlegur á heimsmeistaramótinu í Katar og hækkaði verðmiðinn í kjölfarið en öll stærstu félög Evrópu horfa til hans fyrir sumargluggann.

Rose, þjálfari Leipzig, er ekki á þeim buxunum að sleppa Gvardiol frá félaginu í sumar.

„Gvardiol verður leikmaður RB Leipzig á næsta tímabili. Ég er þjálfarinn og þetta er það sem ég bið um. Hann er ánægður hér og jú hann sagðist vilja spila í ensku úrvalsdeildinni en hann sagði aldrei hvenær það yrði,“ sagði Rose við TV2 Sport í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner