Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 10:11
Elvar Geir Magnússon
Hverjir yfirgefa Liverpool í sumar og hverjir verða áfram?
Cody Gakpo og Stefan Bajcetic.
Cody Gakpo og Stefan Bajcetic.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili og ákveðnum botni var náð í vikunni þegar liðið tapaði 2-5 á Anfield gegn Real Madrid.

Mikið er rætt og ritað um þörf á endurnýjun innan leikmannahópsins. Daily Mail fór í þarfagreiningu, skoðaði leikmannahópinn og hverjir ættu að færa sig um set og hverjir ættu að vera áfram.

Markverðir:

Alisson: Besti markvörður í heimi. ÁFRAM

Caoimhin Kelleher: Í miklum metum en vill spila og gæti farið. ÓVISSA

Adrian: Rennur út á samningi í sumar og ætti að færa sig um set. FER ANNAÐ

Varnarmenn:

Trent Alexander-Arnold: Hefur verið langt frá sínu besta en ekki er efast um hæfileikana. ÁFRAM

Virgil van Dijk: Hefur átt erfitt tímabil en Liverpool er betra með hann en án. ÁFRAM

Joe Gomez: Sjálfstraustið við frostmark en gerði nýjan fimm ára samning síðasta sumar. ÓVISSA

Joel Matip: Er að sigla inn í síðasta ár samnings síns en er vinsæll meðal liðsfélaga. ÓVISSA

Ibrahima Konate: Verður líklega lykilmaður í varnarlínu Liverpool á komandi árum. ÁFRAM

Andrew Robertson: Enn slatti eftir á tanknum. ÁFRAM

Kostas Tsimikas: Leikmaður sem Liverpool gæti reynt að selja. ÓVISSA

Nat Phillips: Fékk mikinn áhuga frá öðrum félögum í janúar og verður að spila. FER ANNAÐ

Miðjumenn:

Jordan Henderson: Mjög mikilvægur. ÁFRAM

James Milner: Vill halda áfram að spila en hversu mikinn leiktíma fær hann? ÓVISSA

Naby Keita: Samningslaus og hefur ekki staðið almennilega undir væntingum. FER ANNAÐ

Fabinho: Óþekkjanlegur frá þeim leikmanni sem hann var. FER ANNAÐ

Alex Oxlade-Chamberlain: Samningslaus og þegar farinn að skoða önnur félög. FER ANNAÐ

Harvey Elliott: Er í miklum metum hjá Klopp. ÁFRAM

Stefan Bajcetic: Hefur komið skemmtilega inn. ÁFRAM

Fabio Carvalho: Þarf að spila meira og gæti verið lánaður. ÓVISSA

Thiago Alcantara: Á ár eftir af samningi og mun væntanlega vera áfram út samninginn. ÁFRAM

Curtis Jones: Frábær karakter en hefur ekki sýnt að hann geti verið með stöðugleika í úrvalsdeildinni. ÓVISSA

Sóknarmenn:

Mo Salah: Skrifaði undir nýjan samning á síðasta ári. ÁFRAM

Roberto Firmino: Klopp vill halda honum en hvar passar hann inn? FER ANNAÐ

Cody Gakpo: Ferill hans hjá félaginu er nýhafinn. ÁFRAM

Luis Diaz: Kemur með ferska vinda þegar hann snýr aftur af meiðslalistanum. ÁFRAM

Diogo Jota: Hefur verið í meiðslabrasi en er frábær leikmaður. ÁFRAM

Darwin Nunez: Stjarna í fæðingu sem mun skora 25 mörk á næsta tímabili. ÁFRAM
Athugasemdir
banner
banner
banner