John Motson, einhver frægasti fótboltalýsandi sögunnar, er látinn. Hann var 77 ára gamall.
Motson var þekktastur fyrir störf sín fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, en hann lýsti þar yfir 2000 fótboltaleikjum - bæði í sjónvarpi og útvarpi.
Hann lýsti úrslitaleik FA-bikarsins 29 sinnum, hann lýsti á tíu heimsmeistaramótum og tíu Evrópumótum.
Síðasti leikur sem hann lýst kom árið 2018 er hann lýsti leik West Brom og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Eftir þann leik var honum boðið út á völl þar sem áhorfendur klöppuðu fyrir honum.
Hann er einn ástælandi íþróttalýsandi í sögu fótboltans á Englandi og átti hann margar eftirminnilegar stundir á bak við hljóðnemann. Hvíl í friði, John Motson.
RIP John Motson. Iconic pic.twitter.com/zpQJoOup1O
— Colm McGuigan (@ColmMcGuigan) February 23, 2023
Athugasemdir