Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Motson er látinn
John Motson, einhver frægasti fótboltalýsandi sögunnar, er látinn. Hann var 77 ára gamall.

Motson var þekktastur fyrir störf sín fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, en hann lýsti þar yfir 2000 fótboltaleikjum - bæði í sjónvarpi og útvarpi.

Hann lýsti úrslitaleik FA-bikarsins 29 sinnum, hann lýsti á tíu heimsmeistaramótum og tíu Evrópumótum.

Síðasti leikur sem hann lýst kom árið 2018 er hann lýsti leik West Brom og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Eftir þann leik var honum boðið út á völl þar sem áhorfendur klöppuðu fyrir honum.

Hann er einn ástælandi íþróttalýsandi í sögu fótboltans á Englandi og átti hann margar eftirminnilegar stundir á bak við hljóðnemann. Hvíl í friði, John Motson.


Athugasemdir
banner
banner