Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. febrúar 2023 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Kamada fer til Dortmund í sumar
Mynd: Getty Images
Japanski sóknartengiliðurinn Daichi Kamada mun ganga í raðir Borussia Dortmund á frjálsri sölu frá Eintracht Frankfurt.

Dortmund hefur unnið að því síðustu vikur að ganga frá samningi við Kamada og virðist nú allt frágengið.

Samningur hans við Frankfurt rennur út í sumar og ekki stendur til að framlengja þar.

Dortmund hefur síðustu vikur verið í baráttu við þrjú félög í Evrópu og hafði betur en þetta segir Fabrizio Romano.

Kamada er 26 ára gamall og kom fyrst til Frankfurt árið 2017 en hann var partur af liðinu sem vann Evrópudeildina á síðasta ári.

Hann mun formlega ganga í raðir Dortmund í júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner