Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Karius þarf að sýna öllum hvað hann getur
Loris Karius
Loris Karius
Mynd: Getty Images
Loris Karius, markvörður Newcastle United, þarf að sanna margt fyrir fótboltaheiminum á sunnudag er liðið spilar við Manchester United í úrslitaleik enska deildabikarsins en það verður fyrsti leikur hans fyrir félagið.

Ferill Karius fór hratt niður á við eftir úrslitaleik Liverpool gegn Real Madrid árið 2018.

Hann gerði tvö skelfileg mistök í leiknum sem kostuðu Liverpool tvö mörk og gerði út um leikinn.

Karius hefur ekki verið sá sami eftir það og lítið gengið upp hjá honum en hann yfirgaf Liverpool eftir að samningurinn rann út á síðasta ári og fékk Newcastle hann inn í hópinn.

Þjóðverjinn hefur ekki enn spilað leik fyrir Newcastle en þar sem Nick Pope fékk rauða spjaldið gegn Liverpool í deildinni og Martin Dubravka má ekki spila þar sem hann lék með Man Utd í keppninni fyrr á tímabilinu er tækifæri fyrir Karius að sýna hvað hann getur.

„Hann þarf að sanna sig fyrir fólki. Ferill hans fór niður á við eftir þennan leik og það er svo margt sem hann þarf að sanna fyrir fólki. Hann er með meiri innblástur til að breyta skoðunum fólks um hann en allir aðrir á vlelinum. Það er svo mikið af tilfinningum í kringum þennan leik og ég er viss um að þetta verði sérstakur dagur,“ sagði Callum Wilson, liðsfélagi Karius, í Footballer's Football-hlaðvarpinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner