Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 23. febrúar 2023 09:46
Elvar Geir Magnússon
Lagabreytingar í kringum enska boltann
Rishi Sunak forsætisráðherra horfir á úrslitaleik EM kvenna.
Rishi Sunak forsætisráðherra horfir á úrslitaleik EM kvenna.
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin hyggst taka upp ný lög í kringum enska boltann en þau voru smíðuð eftir viðamikla könnun meðal stuðningsmanna. Meðal annars verður félögum bannað að hætta keppni heima fyrir til að taka þátt í evrópskri Ofurdeild.

Tilgangurinn með nýju lögunum verður meðal annars að hindra það að sögufræg félög geta orðið gjaldþrota. Stuðningsmenn eiga að geta haft meiri afskipti og þá verður aukið eftirlit með bakgrunni eigenda félaga.

Í tilkynningu frá bresku ríkisstjórninni segir að enski fótboltinn sé ein dýrmætasta eign þjóðarinnar og hann þurfi að vernda sem best. Lögin eiga að stuðla að því að fótboltafélög séu rekin á sjálfbæran hátt og þau sigli ekki í strand.

„Frá stofnun fyrir meira en 165 árum hefur enski fótboltinn leitt fólk saman, veitt samfélögum stolt og verið innblástur fyrir aðdáendur um allt land. Þrátt fyrir velgengni íþróttarinnar vitum við af áskorunum sem ógna stöðugleika félaga, bæði stórra og smárra. Nýjar áætlanir munu vernda hina ríku arfleifð og hefðir okkar ástælu félaga og standa vörð um hinn fallega leik fyrir komandi kynslóðir," segir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta.
Athugasemdir
banner
banner
banner