Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 23. febrúar 2023 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Þriggja marka sigrar hjá Val og Víking
Adam Ægir Pálsson skoraði þriðja mark Vals
Adam Ægir Pálsson skoraði þriðja mark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson skoraði í Úlfarsárdal
Matthías Vilhjálmsson skoraði í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur og Víkingur R. unnu bæði 3-0 sigri í A-deild í Lengjubikarnum í kvöld en þessi lið eru með fullt hús sigra eftir fyrstu þrjá leikina.

Víkingur heimsótti Fram í Úlfarsárdal og byrjaði þetta allt saman fremur vel hjá Víkingum. Matthías Vilhjálmsson skoraði á 16. mínútu, fyrsta mark hans í Lengjubikarnum í ár. Nikolaj Hansen tvöfaldaði forystuna sextán mínútum síðar.

Anton Hrafn Hallgrímsson, varnarmaður Fram, varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net þegar rúmur hálftími var eftir.

Víkingur er með 9 stig í riðli 3 í A-deild á meðan Fram er með 4 stig eftir þrjá leiki.

Valsmenn voru líka í stuði eins og Víkingur. Valur vann Vestra, 3-0, á Hlíðarenda.

Heimamenn náðu tveimur dýrmætum mörkum undir lok fyrri hálfleiks frá Lúkasi Loga Heimissyni og Sigurði Agli Lárussyni áður en Adam Ægir Pálsson gulltryggði stigin þrjú fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Valur er á toppnum með 9 stig í riðli 1 en Vestri án stiga á botninum.

Úrslit og markaskorarar:

Fram 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Matthías Vilhjálmsson ('16 )
0-2 Nikolaj Andreas Hansen ('32 )
0-3 Anton Hrafn Hallgrímsson ('59 , Sjálfsmark)

Byrjunarlið Fram: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Brynjar Gauti Guðjónsson, Albert Hafsteinsson, Delphin Tshiembe, Fred, Magnús Þórðarson, Breki Baldursson, Tryggvi Snær Geirsson, Aron Jóhannsson, Anton Ari Bjarkason, Jannik Holmsgaard.

Byrjunarlið Víkings: Ingvar Jónsson (M), Oliver Ekroth, Kyle McLagan, Helgi Guðjónsson, Pablo Punyed, Birnir Snær Ingason, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Davíð Örn Atlason, Matthías Vilhjálmsson.

Valur 3 - 0 Vestri
1-0 Lúkas Logi Heimisson ('43 )
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('45 )
3-0 Adam Ægir Pálsson ('74 )

Byrjunarlið Vals: Frederik Schram (M), Birkir Már Sævarsson, Hlynur Freyr Karlsson, Birkir Heimisson, Haukur Páll Sigurðsson, Sigurður Egill Lárusson, Guðmundur Andri Tryggvason, Lúkas Logi Heimisson, Þorsteinn Emil Jónsson, Orri Hrafn Kjartansson, Adam Ægir Pálsson.

Byrjunarlið Vestra: Marvin Darri Steinarsson (M), Guðmundur Páll Einarsson, Elvar Baldvinsson, Fatai Gbadamosi, Daniel Badu, Vladimir Tufegdzic, Benedikt Warén, Timoleon Patronis, Silas Songani, Elmar Atli Garðarsson, Sergine Fall
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner