Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. febrúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Madrídingar ætla að bjóða Kroos nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumeistarar Real Madrid ætla að bjóða þýska miðjumanninum Toni Kroos nýjan samning á næstu mánuðum en þetta segir Fabrizio Romano á Twitter.

Kroos er 33 ára gamall og verið á mála hjá Real Madrid frá 2014 en hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á tíma sínum hjá félaginu.

Þetta gæti verið hans síðasta tímabil með liðinu en hann á enn eftir að gera upp framtíð sína.

Samningur hans rennur út í sumar og viðræður ekki hafnar um framlengingu.

Romano segir að Real Madrid ætli sér að bjóða honum nýjan samning á næstu mánuðum en að þetta sé þó allt undir Kroos komið sem hefur ýjað að því að þetta gæti verið hans síðasta tímabil í boltanum.

Hann er þegar búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna en það gerði hann fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner