Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. febrúar 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Napoli framlengir samning Spalletti
Mynd: EPA
Luciano Spalletti er kominn langleiðina með að tryggja Napoli sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í rúmlega þrjá áratugi.

Þessi 63 ára Ítali tók við liðinu í júlí 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á þriðja og fjórða árinu.

Á fyrsta tímabili stýrði Spalletti liði Napoli í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar, níu stigum á undan Juventus sem varð í fjórða sæti og sjö stigum á eftir meisturum Milan.

Spalletti er skiljanlega dýrkaður og dáður hjá Napoli sem ætlar sjálfkrafa að endurnýja samning hans í sumar. Hann mun að öllum líkindum lyfta Ítalíumeistarabikarnum og skrifa nafn sitt í sögubækur félagsins.

Margir stuðningsmenn trúa því að liðið geti hreinlega farið alla leið í Meistaradeild Evrópu. Liðið vann 2-0 sigur gegn Eintracht Frankfurt í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner