banner
   fim 23. febrúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefnir líklegt kaupverð fyrir Bellingham
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það eru gífurlega miklar líkur á því að Jude Bellingham muni yfirgefa Borussia Dortmund í sumar.

David Ornstein hjá The Athletic segir frá því í dag að það séu helst fjögur lið í baráttunni um hinn 19 ára gamla Bellingham.

Það eru: Manchester City, Manchester United, Liverpool og Real Madrid.

Ornstein segir frá því að kaupverðið verði í kringum 150 milljónir evra og verður þessi hæfileikaríki leikmaður þá einn dýrasti leikmaður sögunnar.

Hann segir að það sé ólíklegt að það verði fleiri félög í baráttunni, það séu fá félög sem geti keypt leikmann á svona mikinn pening. „PSG getur keypt hann en það heillar líklega ekki að fara í frönsku úrvalsdeildina."

Hvað gerir Bellingham. Það var rætt um hann í Enski boltinn í gær en hægt er að hlusta á þá umræðu í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner