fim 23. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sá mest eftir því að hafa selt Anderson til West Ham - „Inzaghi vildi hann ekki"
Felipe Anderson
Felipe Anderson
Mynd: EPA
Claudio Lotito, forseti Lazio á Ítalíu, sér enn þann dag í dag eftir því að hafa selt Felipe Anderson til West Ham.

Brasilíski vængmaðurinn var einn besti maður ítalska liðsins áður en hann var seldur til West Ham fyrir 35 milljónir punda fyrir fimm árum síðan.

Anderson átti fín augnablik inn á milli hjá West Ham en það var langt frá því að vera nóg og var hann á endanum lánaður til Porto eina leiktíð áður en Lazio keypti hann aftur fyrir aðeins 2,6 milljónir punda.

Enska félagið tapaði gríðarlega á leikmanninum en Lazio fékk stjörnuleikmann til baka. Lotito sér eftir því að hafa selt hann en ákvörðunin var ekki hans. Simone Inzaghi, sem þjálfaði þá Lazio, hafði ekki áhuga á að halda honum.

„Ég hefði aldrei selt hann, en Inzaghi vildi ekki hafa hann,“ sagði Lotito við Il Messaggero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner