Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Fiorentina og Lazio áfram - Varði allar spyrnurnar í vítakeppninni
Bart Verbruggen varði allar þrjár vítaspyrnur Ludogorets í vítakeppninni
Bart Verbruggen varði allar þrjár vítaspyrnur Ludogorets í vítakeppninni
Mynd: EPA
Fiorentina kom til baka og vann 3-2
Fiorentina kom til baka og vann 3-2
Mynd: EPA
Lazio er komið áfram
Lazio er komið áfram
Mynd: EPA
Umspilið í Sambandsdeild Evrópu lauk í kvöld með átta leikjum en Fiorentina, Lazio og Anderlecht verða í 16-liða úrslitunum er dregið verður á morgun.

Fiorentina vann góðan 3-2 sigur á Braga frá Portúgal. Ítalska liðið vann fyrri leikinn sannfærandi, 4-0, en þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum í kvöld.

Liðið lenti 2-0 undir eftir rúman hálftíma en kom til baka og skoraði þrjú mörk til að landa sigrinum.

Lazio gerði markalaust jafntefli við Cluj og fer því áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0.

Það voru svo senur í Belgíu er Anderlecht vann Ludogorets eftir vítakeppni. Hinn 20 ára gamli Bart Verbruggen varði allar þrjár vítaspyrnur búlgarska liðsins í vítakeppninni og kom sínu liði í 16-liða úrslitin.

Úrslit og markaskorarar:

Gent 1 - 0 Qarabag (1-1, Gent áfram eftir vító)
1-0 Emmanuel Gift ('74 )

Basel 2 - 0 Trabzonspor (2-1, samanlagt)
1-0 Zeki Amdouni ('13 )
1-0 Anastasios Bakasetas ('27 , Misnotað víti)
2-0 Andi Zeqiri ('76 )

Lech 1 - 0 Bodo-Glimt (1-0, samanlagt)
1-0 Mikael Ishak ('63 )

Fiorentina 3 - 2 Braga (7-2, samanlagt)
0-1 Andre Castro ('17 )
0-2 Alvaro Djalo ('34 )
1-2 Rolando Mandragora ('37 )
2-2 Riccardo Saponara ('58 )
3-2 Arthur Cabral ('83 )

Cluj 0 - 0 Lazio (0-1, samanlagt)
Rautt spjald: Karlo Muhar, Cluj ('77)

Dnipro 0 - 0 AEK Larnaca (0-1, samanlagt)

Partizan 1 - 3 Sherif (2-3, samanlagt)
1-0 Queensy Menig ('13 )
1-1 Cedric Badolo ('22 , víti)
1-2 Mouhamed Diop ('45 )
1-3 Mouhamed Diop ('47 )

Anderlecht 2 - 1 Ludogorets (2-2, Anderlecht áfram eftir vító)
1-0 Franco Russo ('13 , sjálfsmark)
2-0 Yari Verschaeren ('68 )
2-1 Igor Thiago ('71 )
Rautt spjald: Jakub Piotrowski, Ludogorets ('97)
Athugasemdir
banner