Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 23. febrúar 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir gamla Sabitzer vera kominn til baka
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Marcel Sabitzer var lánaður til Manchester United frá Bayern München á gluggadeginum síðasta. United vantaði miðjumann sökum meiðsla hjá Christian Eriksen og Donny van de Beek.

Sabitzer var fáanlegur þar sem hann var lítið að spila hjá Bayern, en hann hefur fengið mun stærra hlutverk hjá Man Utd eftir skiptin þangað.

Umboðsmaður Austurríkismannsins, Roger Wittmann, segir að Sabitzer elski að spila á Englandi. Hann ýjar að því að leikmaðurinn muni mögulega færa sig alfarið um set til United næsta sumar.

„Hann elskar hörkuna á Englandi. Það var ljóst frá byrjun að enska úrvalsdeildin hentar honum mjög vel," sagði Wittman við Sport1.

„Hjá Manchester United erum við farin að sjá þann Marcel sem spilaði með Leipzig á nýjan leik. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Við sjáum hvað gerist í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner