Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Liverpool þurfi að íhuga sölu á Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea og írska landsliðsins, segir að Liverpool eigi að íhuga það að selja hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk.

Van Dijk átti erfiðan dag á skrifstofunni gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fyrr í þessari viku. Hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir frammistöðu sína.

Cascarino ræddi við The Times um Van Dijk en hann er ekki hrifinn af líkamstjáningu leikmannsins, né frammistöðu hans. Hann sé mögulega orðinn saddur hjá Liverpool.

„Líkamstjáningin minnir mig á síðasta tímabil Van Dijk hjá Southampton, þegar hann var að ýta á það að komast til Liverpool," segir Cascarino en hann gekk svo enn lengra.

Van Dijk hefur átt í basli með meiðsli og það hefur haft áhrif á hans leik. „Ég held að það sé kominn tími fyrir Liverpool að íhuga að selja hann. Van Dijk var einu sinni einn besti miðvörður í heimi, en sá leikmaður er horfinn."
Athugasemdir
banner
banner