Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Porto: Lautaro á að vera í banni í seinni leiknum
Mynd: Getty Images
Sergio Conceicao, þjálfari Porto, var nokkuð létt eftir 1-0 tapið gegn Inter í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Porto spilaði manni færri síðustu fimmtán mínúturnar eða svo af leiknum eftir að Otavio fékk að líta rauða spjaldið en Inter pressaði hátt og fékk nokkur góð færi til að gera út um leikinn.

Romelu Lukaku skoraði eina markið á 86. mínútu en Conceicao þakkaði fyrir að Porto væri enn inn í einvíginu.

„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Síðustu tíu mínúturnar voru gríðarlega erfiðar fyrir okkur,“ sagði Conceicao á blaðamannafundi eftir leikinn.

Conceicao var hins vegar ekki ánægður með línuna í dómgæslunni.

„Otavio var rekinn af velli og spjaldið skiljanlegt en það voru leikmenn í Inter sem áttu líka skilið að fara í bókina. Mér fannst að Lautaro hafi átt að fá spjald fyrir brot á Pepe og ef það hefði gerst þá væri hann í banni í seinni leiknum. Þetta er það sem dómarinn ákvað og ég ætla ekki að segja hvort það hafi verið rétt eða rangt og leyfi ykkur því að meta það,“ sagði Conceicao enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner