fim 23. febrúar 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ungir íslenskir dómarar í dómarabúðir UEFA
Guðgeir Einarsson.
Guðgeir Einarsson.
Mynd: Raggi Óla
Þrír dómarar á vegum KSÍ eru á leið í dómarabúðir á vegum UEFA í Nyon í Sviss.

Guðgeir Einarsson, Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson taka þátt í þessum árlegu dómarabúðum evrópska fótboltasambandsins.

KSÍ velur á hverju ári þrjá dómara, einn dómara og tvo aðstoðardómara til að taka þátt í búðunum sem eru fyrir efnilega dómara í Evrópu.

Guðgeir dæmdi í fyrra sinn fyrsta leik í Bestu deild karla en þeir Guðmundur og Antoníus hafa verið aðstoðardómarar í deildinni.

Fyrsti hlutinn í dómarabúðunum snýr að mestu að bóklegri og tæknilegri kennslu en síðari hlutinn gengur að mestu út á líkamlega þáttinn og þar á meðal þarf að undirgangast þolpróf.

„Það eru framfarir í dómgæslu eins og í leiknum sjálfum. Við lærum hvernig skal ráða leiknum og koma í veg fyrir að hann flosni upp í einhverja vitleysu, hvernig bregðast skuli við alvarlegum brotum og þegar leikmönnum er sérstaklega uppsigað við dómarana. Staðsetning dómara er líka mikilvæg á hverju stigi í leiknum. Mikið af þessu snýst líka um þrekþjálfun," segir Guðgeir í viðtali við Austurfrétt sem birtist í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner