Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eric Ramsay yfirgefur Man Utd í mars
Mynd: Getty Images
The Athletic greinir frá því að allt sé frágengið í samningsmálum Eric Ramsay. Hann er að taka við Minnesota United í MLS deildinni og yfirgefur því Manchester United í mars.

Ramsay starfar sem einn af aðstoðarþjálfurum Erik ten Hag hjá Man Utd og mun hann vera áfram í starfinu þar til eftir mánaðamót.

Ramsay mun starfa samhliða Ten Hag þegar Man Utd mætir Manchester City í spennandi nágrannaslag en mun yfirgefa félagið skömmu síðar.

Ramsay er 31 árs Walesverji sem hefur starfað hjá Man Utd síðan 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner