Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mið 23. mars 2016 20:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Raggi Sig: Erum með betra lið núna
Borgun
Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari íslenska liðsins og Ragnar á æfingu í morgun.
Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari íslenska liðsins og Ragnar á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, bíður spenntur eftir að fá að kljást við Dani í vináttuleik í Herning annað kvöld. Ragnar var í liði Íslands sem tapaði illa gegn Íslendingum á Parken árið 2007 og hann hefur beðið eftir tækifærinu til að mæta Dönum á ný.

„Maður er búinn að bíða eftir tækifærinu á að spila gegn þeim aftur. Núna erum við með betra lið og eigum betri möguleika á að vinna," sagði Ragnar.

„Það er búin að vera góð stemning eins og alltaf. Maður er í góðu formi og mér líst vel á þetta."

Ragnar segist vera orðinn mjög spenntur fyrir EM en leikirnir gegn Dönum og Grikkjum eru síðustu leikir Íslands áður en EM hópurinn verður tilkynntur.

„Maður hugsar um EM nánast á hverjum degi. Maður er að hugsa um að halda sér í formi og halda sér heilum og það kemst voðalega lítið annað að heldur en þetta."

Ragnar var í banni í síðasta leik Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni en hann fékk fékk rauða spjaldið í þarsíðasta leik.

„Það var sjaldséður klaufaskapur hjá mér. Ég felldi einn þegar ég var aftasti maður. Það gera allir mistök og því miður lendir maður alltaf í þessu á einhverjum tímapunkti. Ég fékk eins leiks bann sem ég er búinn að taka út og ég verð klár í næsta leik."

Hér að oafn má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner