Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 23. mars 2021 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Ari Skúla: Ég á Lars mikið að þakka
Icelandair
Ari ræðir við Fótbolta.net í Dusseldorf.
Ari ræðir við Fótbolta.net í Dusseldorf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback á æfingu Íslands í gær.
Lars Lagerback á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög spennandi að byrja undankeppnina á Þýskalandi. Þeir eru með frábært lið og það verður skemmtilegt fyrir okkur að testa þetta með nýja teyminu," sagði Ari Freyr Skúlason varnamaður Íslands á æfingu liðsins í Þýskalandi í gær en liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM 2022 á fimmtudaginn. Ari var spurður næst hvort við getum unnið Þýskaland?

„Já afhverju ekki? Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár og afhverju ætti það ekki að vera gegn Þýskalandi," sagði hann en á Covid tímum verður áfram tóm stúka á leiknum.

„Það er búið að vera skrítið að spila með enga áhorfendur en Þýskaland er frábært fótboltalið. Þetta er bara allt annar leikur með stuðningsmönnum eða án. Adrenalín kikkið er ekki eins mikið, það gefur mannni alltaf auka að heyra stemmninguna á vellinum. Svo heyrir maður hvert einasta orð sem allir segja og þetta er eins og vináttuleikur. En ef maður gírar sig upp í þetta er þetta ekkert vesen."

Þetta verður fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar en Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback eru með honum.

„Ég þekki Arnar frá mínum tíma hjá Lokeren. Hann er frábær þjálfari, svo fáum við Eið inn sem er fótboltasnillingur og svo hjálpar Lars þeim með sína hugmyndafræði og það sem hann hefur gert á sínum ferli. Ég er mjög spenntur fyrir þessu."

Lars Lagerback þjálfaði Íslenska liðið í nokkur ár og kom okkur í lokakeppni EM 2016 þar sem liðið náði mögnuðum árangri og komst í 8 liða úrslit. Ari er þakklátur Lars.

„Ég á honum mikið að þakka. Það sem hann gerði fyrir mig og minn landsliðsferil. Hann fylgdist með mér þegar ég var á miðjunni í Svíþjóð og var hreinskilinn og sagði 'ég held þú fáir ekki mörg tækifæri á miðjunni en ég get alveg sagt þér það að ég mun nota þig ef þú breytir þér í vinstri bakvörð' og ég gerði það. Hann er frábær einstaklingur og góð manneskja."

Ari veiktist af Covid-19 fyrr í vetur og sagði okkur að lokum hvernig lífsreynsla það var.

„Guði sé lof, þá sluppum við fjölskyldan vel úr þessu. Krakkarnir voru einkennalaus og ekkert að kvarta. Ég og konan misstum bragð og lyktarskyn. Við vorum bara mjög heppin. Bragð og lyktarskyn er komið hjá mér en konan er enn í smá brasi."
Athugasemdir
banner
banner
banner